*

Ferðalög & útivist 30. mars 2013

Bestu háskólabarirnir í Bandaríkjunum

Þeir eru gamlir, hressir og látlausir barirnir sem komast á lista Travel and Leisure yfir bestu háskólabarina í Bandaríkjunum.

Þú mátt koma með pizzu, það er boðið upp á spilið Scrabble og úrvalið af bjór er ótrúlegt. Þetta er meðal annars það sem má finna á bestu háskólabörunum í Bandaríkjunum.

Sumir háskólar bjóða upp á svo góða bari að háskólinn er oft þekktari fyrir barinn. Og minna þekktur fyrir sigrana á sviði fræðigreinanna. En svona er þetta bara. Bjór er vinsæll. Sérstaklega hjá háskólanemum í Bandaríkjunum.

Hér má finna úttekt á bestu háskólabörunum í Bandaríkjunum. Kíkjum á þrjá góða bari en við vörum þá sem elska bjór, en gleymdu að fara í ríkið fyrir páskana, við lestrinum.

The Albatross, UC Berkeley, CA

Elsti barinn í Berkeley, The Albatross, var eitt sinn kallaður „Félagsmiðstöð sem selur áfengi” en í boði er að mæta á svæðið með pizzur og hlunkast í bás eins og þú sért heima hjá þér. Einnig er boðið upp á spilin Scrabble eða Trivial Pursuit. Eini maturinn sem er seldur á The Albatross er poppkorn og úrvalið af bjór er gott, sérstaklega fyrir þá sem elska belgískan bjór.

The All American Rathskeller, Penn State, State College, PA

Barinn opnaði fyrst sem bjórgarður 1933 og er í dag elsti barinn í fylkinu. Um allan stað má lesa skilaboð frá fólki sem hefur drukkið og djammað á staðnum í gegnum tíðina.

 Charlie’s Kitchen, Harvard, MA

Barinn Charlie´s Kitchen hefur lítið breyst frá því hann opnaði fyrir tugum ára. Bon Jovi og Ben Affleck hafa fengið sér bjór á barnum og sagan segir að Obama liti við fengi hann sömu þjónustu og hver annar. Það er því ekkert látið með fræga fólkið á barnum. Fínasti matur er í boði á Charlie´s Kitchen með útsýni yfir Harvard Square.

Stikkorð: Bandaríkin  • Bjór  • Háskólar  • Bandaríkin  • Bar