*

Ferðalög & útivist 26. júlí 2013

Bestu hótelin í Reykjavík að mati The Sunday Times

Kex hostel, Marína og Hótel Borg fá lofsamlega dóma í umfjöllun um hótel í Reykjavík.

Þrjú hótel í Reykjavík fá lofsamlega dóma á vefsíðu The Sunday Times. Þau eru Kex hostel, Reykjavík Marína Icelandair hotels og Hótel Borg.

Þeir hjá The Sunday Times eru yfir sig hrifnir af Kex hostel og hefst greinin því að fara fögrum orðum um Kex. Þar er sagt að þrátt fyrir að Kex sé í raun gistiheimili bjóði það upp á gistingu sem er ein af þeim flottustu í Reykjavík. Einnig er tekið fram að Kex sé í raun holdgervingur alls sem er þykir flott og spes í Reykjavík, antík húsgögn, fallegar setustofur, afslappað andrúmsloft og lifandi tónlist. 

Reykjavík Marína þykir flott og frumlegt. Útsýnið þykir ekki hið rómantískasta, enda útsýni yfir slippsvæðið á höfninni, en það þykir samt íslenskt og það finnst þeim nóg. Anddyrið og barsvæðið fær mikið hrós fyrir að vera opið og skemmtilegt. Hótelið þykir laust við alla tilgerð. 

Hótel Borg er stjarna að mati The Sunday Times. Staðsetningin þykir góð og þeir eru hrifnir af Art Deco stílnum. Allt á hótelinu þykir elegant og í flottum stíl. 

Önnur hótel sem minnst er á í greininni eru 4th Floor Hotel, Hótel Klöpp, Centerhotel Þingholt og 101 hótel.

 

 

Hótel Borg.

Stikkorð: Hótel  • 101 Hótel  • Kex Hostel  • Hótel Borg  • Reykjavík Marína