*

Ferðalög & útivist 25. nóvember 2013

Bestu hótelin þar sem allt er innifalið

Mexíkó og Karíbahaf slá öðrum ferðamannastöðum við þegar skoðuð eru hótel sem bjóða upp á „allt innifalið".

Sumir kjósa að búa á hótelum þar sem óþarfi er að taka upp veskið þegar kaupa skal mat eða drykk. Ferðamálasíðan TripAdvisor hefur gefið út lista yfir 100 bestu „all-inclusive” hótel í heimi en það eru hótel þar sem allur matur og allir drykkir eru innifaldir í verðinu.

Athygli vekur að tíu efstu hótelin eru öll í Mexíkó eða Karíbahafi. Þrjú bestu hótelin eru Iberostar Grand Hotel Paraiso á Carmenströndinni í Mexíkó, The Royalton Cayo Santa María í Kúbu og The Beloved Hotel í Kankún í Mexíkó. Þegar litið er á tíu bestu hótelin af þessari sort í Evrópu þá er helmingur þeirra í Tyrklandi og þar trónir Voyage Belek Golf og Spa á toppnum.

Tíu bestu hótelin þar sem allt er innifalið:

  1. Iberostar Grand Hotel Paraiso, Playa Paraiso, Playa del Carmen, Mexíkó. 
  2. Royalton Cayo Santa Maria, Cayo Santa Maria, Kúba. 
  3. The Beloved Hotel, Playa Mujeres, Cancun, Mexíkó. 
  4. Iberostar Grand Rose Hall, Rose Hall, Montego Bay, Jamaíka. 
  5. Excellence Playa Mujeres, Playa Mujeres, Cancun, Mexíkó. 
  6. Le Blanc Spa Resort, Cancun, Mexíkó. 
  7. Iberostar Grand Bavaro Hotel, Punta Cana, Dóminíkanska lýðveldið. 
  8. Secrets Maroma Beach Riviera Cancun, Playa Maroma, Playa del Carmen, Mexíkó. 
  9. The Reserve at Paradisus Palma Real, Punta Cana, Dóminíkanska lýðveldið. 
  10. Luxury Bahia Principe Cayo Levantado Don Pablo Collection, Bahia de Samana, Samana Province, Dóminíkanska lýðveldið.
Stikkorð: Lúxushótel