*

Hitt og þetta 6. nóvember 2013

Bestu leigubílar í heimi

Í London bera leigubílarnir af öðrum leigubílum í öllum borgum í heiminum.

Leigubílarnir í London teljast þeir bestu í heimi, sjötta árið í röð, samkvæmt könnun sem Hotels.com stóð fyrir. Yfir 2500 manns frá 30 löndum tóku þátt í könnuninni. Þetta kemur fram á CNN.

Leigubílar London fengu um 22% allra atkvæða og voru vel yfir New York (10%) og Tókýó (9%) sem lentu í öðru og þriðja sæti. Þeir skoruðu hæst í fimm flokkum af sjö. Flokkarnir voru til dæmis hreinlæti, ratvísi og hæfni bílstjórans. Næstum fjórðungur aðspurðra valdi öryggi sem mikilvægasta þáttinn þegar kom að leigubílum. Auðveldast þykir þó að ná í leigubíl í New York.

Bestu leigubílar í heimi: 

  • 1. London (22%)
  • 2. New York (10%)
  • 3. Tókýó (9%)
  • 4. Berlín (5%)
  • 5. Amsterdam (4%)
  • 5. Madrid (4%)
  • 5. Mexíkóborg (4%)
Stikkorð: Leigubílar