*

Ferðalög 30. október 2013

Bestu og verstu hótelkeðjur í Bretlandi

Ekki bóka hótelherbergi í Bretlandi án þess að lesa þessa grein.

Fátt er jafn þreytandi og djöfullegt og lélegt hótel. Úrval hótela er sem betur fer mikið og síður eins og  Tripadvisor geta hjálpað fólki að þekkja slúbertahótelin frá hinum vönduðu.

Vefsíðan Which? stóð fyrir könnun þar sem skoðað var hvaða hótelkeðjur eru þær bestu og verstu í Bretlandi.

Horft var til þrifnaðar, þjónustu, hvort rúmin væru þægileg og verðlags miðað við gæði. Niðurstöðurnar eru byggðar á 8267 hótelnóttum á síðasta ári.

Í efsta sæti er hótelkeðjan Q Hotel sem er fjögurra stjörnu hótelkeðja. Hótelið fékk fullt hús stiga fyrir þrifnað og þjónustustigið fékk 78%.

Britannia hótelkeðjan kom hins vegar agalega út úr könnuninni. Keðjan fékk umsagnir á borð við „sjúskuð“ og „niðurnídd“, fékk aðeins 36% og lenti í neðsta sæti í könnuninni. Sumir gestir fengu áfall þegar þeim var boðið upp á gluggalaust herbergi og enn meira áfall þegar þeir komust að því að þeir gætu greitt 10 pund aukalega fyrir gluggaherbergi.

Nánar um hótelkeðjurnar í Bretlandi má lesa hér á the Guardian

Sex bestu hótelkeðjur í Bretlandi: 

 1. Q hotels 78% 
 2. Radisson Blu Edwardian 77% 
 3. Premier Inn 76% 
 4. Sofitel 74% 
 5. DoubleTree by Hilton 71% 
 6. Park Plaza 71%

Sex verstu hótelkeðjur í Bretlandi:

 1. Britannia Hotels 36% 
 2. Travelodge 50% 
 3. Ramada 51% 
 4. PH Hotels 51% 
 5. De Vere Village 51% 
 6. Shearings Hotels 52%
Stikkorð: Hótelkeðjur