*

Ferðalög & útivist 19. nóvember 2013

Bestu verslunarborgir í heimi

New York, Tókýó og London þykja bestu verslunarborgir í heimi samkvæmt úttekt hjá CNN.

Þegar bestu verslunarborgir í heimi voru valdar af fréttamiðlinum CNN var litið á nokkra mikilvæga þætti eins og samgöngur, verðlag, úrval vörumerkja og upplifun eða stemmningu.

Þegar fólk ferðast um ókunnuga borg í þeim tilgangi að versla skiptir máli að það sé auðvelt og tiltölulega ódýrt að komast á milli staða. Einnig þarf verðlagið og tilboð í verslunum að vera þannig að fólk sjái sér hag í því að versla frekar í borginni heldur en heima hjá sér. Og síðan þarf borgin auðvitað að vera eitthvað fyrir augað. Búðir, veitingastaðir og verslunarkjarnar þurfa að vera fallegir og huggulegir og starfsfólk notalegt til að fólki líði vel í verslunarleiðangrinum. 

Þessir þættir fengu stig og að auki var haft samband við Donegar Creative Services Marie Bergfelt hjá Globe Shopper City Index þegar listinn yfir tólf bestu verslunarborgirnar var settur saman. Alla greinina má sjá hér og er hún mjög gagnleg fyrir fólk sem er að leita að heppilegri borg að heimsækja fyrir jólin. 

Borgirnar tólf eru hér: 

 1. New York
 2. Tókýó
 3. London
 4. Kúala Lumpúr
 5. París
 6. Hong Kong
 7. Buenos Aires
 8. Vín
 9. Dúbaí
 10. Mílanó
 11. Madríd
 12. Seúl

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Verslunarborgir