*

Bílar 28. október 2015

Betur búinn Santa Fe

Nýr og breyttur Hyundai Santa Fe verður kynntur til leiks á laugardag.

Nýr og breyttur Hyundai Santa Fe verður kynntur til leiks á laugardag en sportjeppinn hefur verið nokkuð vinsæll hér á landi undanfarin ár.

Helsta ytri breyting á útliti Santa Fe er á framenda, þar sem komið er nýtt og flottara grill, ný Xenon aðalljós með LED dagljósum og afturljósum ásamt laglegum frágangslistum við þokuljós. Nýjar álfelgur eru einnig hluti af nýju útliti Santa Fe. Öryggisbúnaður sportjeppans hefur verið aukinn ásamt því sem bætt hefur verið við ýmsu sem auka við þægindi farþega og ökumanns.

Allar gerðir nýs Santa Fe eru nú búnar 200 hestafla 2,2 lítra 4 strokka díslivél við 6 þrepa sjálfskiptingu. Bílarnir eru einnig með sítengdu fjórhjóladrifi með læsingu á miðdrifi sem með einum takka getur dreift aflinu jafnt á milli fram- og afturhjóla. Tog nýju vélarinnar er meira en fyrri vélar en mestu munar þó að það skilar sér nú að fullu við umtalsvert lægri snúning en áður, eða við 1.750 sn/mín. Breytingin skilar sér í lægri eldsneytisnotkun sem er aðeins um 6,6 l/100 km í blönduðum akstri samkvæmt tölum framleiðanda.

Hægt er að panta sérstaklega gagnvirkan hraðastilli (Smart Cruise Control) með Santa Fe sem heldur því fyrirframákveðna bili til næsta bíls á undan sem ökumaður velur. Einnig er hægt að fá sjálfvirkan neyðarhemlunarbúnað (AEB) sem er tengdur radar og myndavél á framenda bílsins sem aðvarar ökumann eða bregst við og hemlar sé þess þörf til að afstýra aftanákeyrslu sé þess kostur. Hyundai umboð BL við Kauptún í Garðabæ frumsýnir nýjan Santa Fe nk. laugardag kl. 12 og 16.

Stikkorð: Hyundai  • Santa Fe