*

Hitt og þetta 12. desember 2014

Beyoncé tekjuhæst árið 2014

Meðal tekjuhæstu tónlistarkvenna ársins eru Taylor Swift og Pink. Engin komst þó nálægt Beyoncé í tekjuöflun.

Árið 2014 var stærsta ár Beyoncé á öllum tónlistarferli hennar en hún hefur þénað um 115 miilljónir dollara það sem af er ári og er jafnframt tekjuhæsta tónlistarkona ársins. Fjárhæðin jafngildir rúmum 14 milljörðum íslenskra króna. 

Forbes hefur tekið saman lista yfir tekjuhæstu tónlistarkonur ársins og af honum er ljóst að engin kemst með tærnar þar sem Beyoncé hefur hælana. Taylor Swift er í öðru sæti listans með 64 milljóna dollara árstekjur, jafngildi tæpra átta milljarða íslenskra króna, og Pink situr í þriðja sæti listans með 52 milljónir dollara, eða 6,5 milljarða íslenskra króna.

Þetta eru tekjuhæstu tónlistarkonur heims árið 2014:

  1. Beyoncé - 115 milljónir dollara
  2. Taylor Swift - 64 milljónir
  3. Pink - 52 milljónir
  4. Rihanna - 48 milljónir
  5. Katy Perry - 40 milljónir
  6. Jennifer Lopez - 37 milljónir
  7. Miley Cyrus - 36 milljónir
  8. Celine Dion - 36 milljónir
  9. Lady Gaga - 33 milljónir
  10. Britney Spears - 20 milljónir
Stikkorð: Beyoncé