*

Heilsa 9. janúar 2015

Biðtímar aldrei lengri í Bretlandi

21.000 sjúklingar í Bretlandi þurftu að bíða á bráðadeild í allt að tólf tíma áður en þeim var sinnt síðustu tvær vikurnar fyrir jól.

Ný úttekt hefur leitt í ljós að biðtímar á bráðadeildum breskra sjúkrahúsa hafa ekki verið lengri síðan mælingar af þessu tagi hófust vorið 2004.

Síðustu tvær vikurnar fyrir jól þurftu tæplega 21.000 sjúklingar að bíða á bráðadeild í allt að tólf tíma áður en þeim var sinnt, en á sama tímabili árið 2013 átti þetta aðeins við um 5.600 sjúklinga.

Á tímabilinu október-desember þurftu 90.000 manns að bíða í allt að 12 tíma, en á sama tíma árið 2013 átti þetta við um 28.000 sjúklinga.

Stikkorð: Bretland