*

Bílar 27. október 2010

Bifreið James Bond seld á uppboði í dag

Bíllinn var notaður í Goldfinger og Thunderball.

Í dag verður Aston Martin bifreið James Bond seld á uppboði í London. Bíllinn er af árgerð 1964 og er hlaðinn James Bond-aukabúnaði. Sean Connery keyrði bílinn í Goldfinger og Thunderball.

Uppboðshaldarar búast við að söluverð verði yfir 3,5 milljónum punda, jafnvirði rúmlega 620 milljóna króna. Það er um 20 sinnum hærra verð en á „venjulegum“ Aston Martin DB5.

Myndband af ökutækinu má sjá hér.

Stikkorð: James Bond  • Aston Martin DB5