
Þýski bílaframleiðandinn Mercedes Benz kom til Íslands síðasta haust. Eins og Viðskiptablaðið greindi frá var líklega verið að vinna að gerð auglýsingar.
Auglýsingin hefur nú verið birt og virðist allt efni hennar vera frá Íslandi. Aðallega virðast auglýsingin hafa verið tekin á Suðurnesjum.
Bíllinn heitir Mercedes Benz CLA og var frumsýndur 15 janúar eins og greint var frá þá.