*

Bílar 25. febrúar 2016

Bílar hafa stækkað og breikkað

Gaman er að bera saman stærðir á bílum sömu tegundar og gerðar í dag og fyrir nokkrum áratugum síðan.

Bílar hafa á síðustu áratugum stækkað verulega. Ef til vill að frátöldum amerískum drossíum.

Þýska dagblaðið Suddeutsche Zeitung birti á dögunum stórskemmtilegan og upplýsandi samanburð á bílum framleiddum fyrir nokkrum áratugum og bílum í dag. Tökum nokkur dæmi.

Mercedes-Benz E-Class

Einn mest seldi bíllinn frá Stuttgart frá upphafi er Mercedes-Benz E (W123) en framleiðsla á honum hófst árið 1976 og stóð til 1985. Hann er að mörgum talinn hinn fullkomni Benz.

Hér er hann ásamt nýjustu kynslóðinni sem kemur á markað í vor, sem er mun lengri, breiðari og hærri. 

 • Mercedes W123: 4725 x 1786 x 1438 mm (Lengd x breidd x hæð)
 • Mercedes E-Klasse: 4923 x 2065 x 1468 mm

Volkswagen Golf

Volkswagen Golf kom fyrst á markað árið 1974. Hér sést hversu mikið Golfinn hefur bólgnað út í áranna rás en hér er elsti og yngsti Golfinn saman.

 • Golf 1: 3705 x 1610 x 1390 mm (Lengdx breidd x hæð)
 • Golf 7: 4255 x 1799 x 1452 mm 

Range Rover

Range Rover kom fyrst á markað árið 1970, en fjallað hefur verið um sögu þessa vel heppnaða jeppa í Eftir vinnu.

Eins og sjá má hefur Range-inn stækkað mikið í áranna ráð. Þarna sést fyrsta útgáfan, sem koma aðeins í tveggja dyra útgáfu, og 2016 árgerðin af nýjastu kynslóðinni.

 • Range Rover Classic: 4445 x 1814 x 1798 mm  (Lengd x breidd x hæð)
 • Range Rover LG: 4999 x 1983 x 1835 mm 

Porsche 911

Porsche 911 var frumsýndur árið 1963 á bílasýningunni í Frankfurt. Við röktum sögu þessa merkilega bíls ekki alls fyrir löngu. Porsche 911 hefur haldið einkennum sínum afar vel allan þennan tíma en hann hefur sannanlega stækkað.

 • Porsche 911 (1963): 4291 x 1652 x 1310 mm (Lengd x breidd x hæð)
 • Porsche 911 (2016): 4499 x 1808 x 1294 mm 

BMW 7

BMW 7 kom á markað árið 1977. Hann þótti stór þá og íburðarmikill. En hann er smár í samanburði við nýjustu kynslóðina frá Munchen.

 • BMW 7 (1977): 4860 x 1800 x 1430 (Lengd x breidd x hæð)
 • BMW 7 (2016): 5098 x 1902 x 1467 

Mini

Það er varla hægt að kalla nýjustu útgáfuna Mini eftir að hafa séð þessa mynd. Hann hefur lengst um tæpan meter og hækkað um heil ósköp.

 • Mini (1963): 3054 x 1397 x 1346 mm (Lengd x breidd x hæð)
 • Mini (2016): 3821 x 1727 x 1414 mm

Fiat 500

Fiat hóf framleiðslu á 500 bílnum árið 1957 og framleiddi hann lítt breyttan til 1975. Framleiðsla hófst svo aftur árið 2007 á bíl með sama nafni, augljóslega náskyldum en mun stærri.

 • Fiat 500 (1957): 2970 x 1320 x 1325 mm (Lengd x breidd x hæð)
 • Fiat 500 (2016): 3546 x 1627 x 1488 mm
Stikkorð: Volkswagen  • Range Rover  • Mini  • BMW 7  • Porsche 911  • Mercedes-Benz E-Class