*

Bílar 1. janúar 2013

Bílar njósnara hennar hátignar

Fjölmargir flottir bílar hafa komið við sögu í kvikmyndunum um ævintýri James Bond í gegnum tíðina.

Róbert Róbertsson

Líklega aka fáir ef nokkrir á jafn flottum bílum og James Bond, njósnari hennar hátignar. Allt frá því að 007 ók Aston Martin DB5 í Goldfinger árið 1964 hefur njósnarinn snjalli birst á hverjum glæsibílnum á fætur öðrum á hvíta tjaldinu. Samnefnari með Bond-bílunum er að þeir eru yfirleitt mjög flottir, hátæknivæddir svo um munar og oft á tíðum með mikið vopnabúr. Bílarnir hafa verið fjölmargir í gegnum tíðina.

Aston Martin DB5 hefur kom­ið við sögu í allmörgum Bond myndum allar götur síðan í Goldfinger 1964. Síðan þá hefur Aston Martin DB5 verið kennd­ur við Bond og öfugt. Aston Martin DB5 í Gold­ finger var með framúrstefnulegan tæknibúnað fyrir þennan tíma m.a. skothelt gler, vélbyssur og númeraplötu sem hægt var að breyta með einum takka. Bíllinn var kraftmikill, með 282 hestafla vél og aðeins 7 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið sem var gríðarlega gott á þessum tíma. Það má segja að á þessum tíma var Aston Martin DB5 þekktasti bíll kvikmyndarsögunn­ ar og er það enn í dag. Bíllinn hefur birst í alls sjö Bond myndum.

Lotusinn sem breyttist í kafbát

Í myndinni The Spy Who Loved Me ekur Bond um á Lotus Esprit S1. Bond, leikinn af Moore, ekur í burtu áður en tæknigúrúinn Q nær að segja honum frá aukabúnaði bílsins. Bond ekur Lotusnum út í sjó og breytist bíllinn þá í kafbát sem er hlaðinn eldflaugum. Þegar Bond er búinn að sprengja upp nokkra kafbáta og þyrlu ekur hann upp úr sjónum á baðströnd í Sard­ iníu á Ítalíu, opnar gluggann og hendir út fiski sem hafði komist inn í bílinn. Magnað atriði.

Fjallað er um nokkra af bílum njósnarans í áramótatímariti Viðskiptablaðsins sem kom út á milli jóla og nýárs.

Sean Connery við Aston Martin DB5.

Lotus Espirit úr myndinni The Spy Who Loved Me.