*

Bílar 9. október 2013

Bílar sem aldrei fóru í framleiðslu

Stundum bíða þau grimmu örlög bílahönnuða að meistaraverkin þeirra fara aldrei á götuna.

Fjallað var um bíla sem aldrei fóru í framleiðslu í síðasta tölublaði Eftir vinnu, sem kom út í síðustu viku.

Margir bílahönnuðir hafa verið súrir út í stjórnendur bílaframleiðandanna yfir sjá meistaraverk sín aldrei fara á götuna.

Fyrsti hugmyndabíllinn sem smíðaður var Y-Job . Hann var gerður hjá General Motors árið 1938 undir merkjum Buick. Hönnuður bílsins ók um á bílnum í þrettán ár, eða fram til ársins 1951.

Ford Mustang Ford hannaði fjögurra dyra útgáfu af Mustang-sportbílnum árið 1965. Til allrar hamingju var aðeins búin til tilraunaútgáfa af bílnum.

 

Eftir seinni heimsstyrjöldina fóru hönnuðir Mercedes Benz að huga að smábíl. Nokkrir bílar voru hannaðir, þar á meðal hugmyndabíllinn W118/119  frá 1960. Minni bílar fóru ekki í framleiðslu fyrr en árið 1982 þegar 190E bíllinn leit dagsins ljós og markaði upphafið að C-línunni.

Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari sýndi hugmyndaútgáfu af sínum fyrsta fjögurra dyra bíl árið 1980. Enzo Ferrari íhugaði alvarlega að framleiða bílinn. Þrjátíu árum síðar frumsýndi Ferrari svo fjögurra dyra bíl, sem fór í framleiðslu.

Rússneskum kommissörum þótti þessi 1964 árgerð af Moskvich 408 Tourist blæjubíl of íburðarmikil og því var bíllinn aldrei framleiddur.

Audi sýndi þennan hugmyndabíl í Frankfurt árið 1973 en Giorgio Giugiaro hannaði hann. Volkswagen Scirocco var byggður á bílnum og frumsýndur ári seinna.

Árið 2010 upplýsti BMW um nokkra hugmyndabíla sem aldrei voru framleiddir. Einn þeirra er Z1 Coupe, afspyrnuljótur eins og sjá má. Á grunni hans var Z3 Coupe framleiddur sem var skárri í útliti.

var frumsýndur í París árið 1970 en viðtökurnar voru ekki góðar. Bíllinn átti að vera viðbót við 914 sem var framleiddur í samstarfi við VW frá 1969-1976.

Ítalski hönnuðurinn Pietro Frua kynnti coupe útgáfu af BMW 2002 árið 1969. BMW sagði nei takk.

Rolls Royce Myth Árið 1939 fengu hönnuðir RR þá hugmyndað smíða minni drossíu og nefndist bíllinn Myth. Hugmyndin þótti vond og hugmyndabílnum var á endanum eytt.