*

Bílar 5. desember 2014

Bílarnir hennar Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er umdeild enda hefur hún mjög gaman af því að láta á sér bera og vera í sviðsljósinu.

Kim Kardashian hefur mjög gaman af flottum hlutum og þar eru bílar engin undantekning. Hún á að minnsta kosti sex gríðarlega flotta bíla sem hún ekur jafnan á á heimaslóðum sínum í Kaliforníu. Við skoðuðum aðeins dótakassann hennar Kim.

Raunveruleikastjarnan festi ekki alls fyrir löngu kaup á glæsilegum Ferrari 458 Italia. Kim valdi sér hvítan Ferrari, líklega í stíl við einhvern af kjólunum eða veskjunum sínum. Það er samt gaman að því að þessi mikla áhugakona um tísku á bara hvíta og svarta bíla. Hún vill engan annan lit á bílana sína ólíkt t.d. BritneySpears, sem velur oft gráa bíla, eða hótelerfingjanum Paris Hilton sem ekur oft á bleikum Bentley Continental. Ferrari-bíllinn virðist í mestu uppáhaldi hjá Kim, alltént sést skvísan mjög mikið á honum á ferðinni í Hollywood og Los Angeles.

Kim á einnig svartan Rolls Royce Ghost sem hún keypti 2012. Hún keypti þá svarta Rollsinn en skipti út hvítum af sömu tegund. Þá á hún svartan Mercedes- Benz G 63 en G-lander jeppinn er vinsæll lúxusjeppi meðal þeirra efnameiri.

Nánar er fjallað um málið í Bílablaðinu sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Kim Kardashian