*

Bílar 17. júlí 2015

Bílasala upp um 38%

Fimm vinsælustu tegundirnar standa undir helmingi kaupa á nýjum bílum. Toyota fer þar fremst í flokki.

Áfyrstu sex mánuðum ársins seldust 8.784 fólksbílar samanborið við 6.375 á sama tímabili í fyrra. Bílaleigurnar keyptu 61% allra nýrra bíla það sem af er ári. Hlutfallið mun lækka í haust enda kaupa leigurnar mest á vorin.

Toyota mest seldi bíllinn

Það eru engin tíðindi að Toyota sé mest seldi bíllinn það sem af er ári. Toyota var í toppsætinu í fyrra, líkt og svo mörg ár þar á undan. Kia er hins vegar komið upp fyrir Volkswagen, sem eru tíðindi.

Sölutölur frá Evrópulöndunum hafa ekki verið birtar fyrir júní. Ef miðað er við fyrstu fimm mánuðina er mest söluaukning á Íslandi af öllum Evrópulöndunum, eða 40%. Næstmest aukning var í Portúgal, 32,5% og Spáni 21,2%. Því er ansi sennilegt að mest aukning sé á Ísland á fyrri helmingi ársins enda dróst bílasala einna mest saman hér á landi í fjárkreppunni.

 

 

Nánar er fjallað um málið í Bílum, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Toyota  • Bílasala