
Bílasýningin í Frankfurt var opnuð í dag fyrir fjölmiðlamönnum með miklum glæsibrag eins og búast mátti við. Þetta er í 65. sinn sem sýningin er haldin í þessari mestu viðskiptaborg Þýskalands. Búst er við tugþúsundum gesta á sýninguna sem verður opnuð almenningi síðar í vikunni.
Allir helstu bílaframleiðendur heims sýna nýjustu og flottustu bíla sína á sýningunni. Af nógu er að taka, bílarnir eru af öllum stærðum og gerðum með hinum ýmsu aflrásum.
Þá eru hugmyndabílarnir alltaf vinsælir en þar er oft á tíðum mögnuð framúrstefna sem ræður ríkjum. Í nógu er því að snúast fyrir sýningahaldara og mörg þúsund manns sem vinna við sýninguna
Sýningarsvæðið er alls 230.000 fermetrar. Það svarar til 28,3 fótboltavalla af stærstu gerð.