*

Bílar 8. febrúar 2019

Bílasýningar norðan heiða

Bílabúð Benna og Brimborg verða með bílasýningar á Akureyri á morgun, laugardag.

Bílabúð Benna og Brimborg verða með bílasýningar á Akureyri á morgun, laugardag. Bílaáhugafólk í höfuðstað Norðurlands og nágrenni ætti því að geta tekið bílasölurúnt á morgun.

Rexton, nýi jeppinn frá SsangYong verður sýndur í Bílaríki í Glerárgötu 36 klukkan 12 og 16 á morgun.

Jeppinn var frumsýndur hér á landi í byrjun árs. Þetta flaggskip SsangYong heldur áfram að hlaða á sig vegtyllum, en nýlega var tilkynnt að Rexton hafi toppað aftur í samanburði á fjórhjóladrifnum jeppum og verið útnefndur„Best Value" öðru sinni, hjá 4X4 Magazine. „Við hlökkum því til að frumsýna Norðlendingum Rexton á laugardaginn. Nú er akkúrat veðrið og færðin til að sannreyna kosti þessa glæsilega jeppa frá SsangYong," segir Gestur Benediktsson, sölustjóri hjá Bílabúð Benna.

Þá verður Peugeot sýning hjá Brimborg á Akureyri á morgun kl. 12-16 í sýningarsal fyrirtækisins að Tryggvabraut 5. Stjarna dagsins þar er nýr Peugeot 508 en þessi nýi bíll frá franska bílaframleiðandanum er tilnefndur sem Bíll ársins í Evrópu 2019. Öll jepplingalína Peugeot verður einnig til sýnis. Til viðbótar verða einnig Peugeot 208 og Peugeot Partner og Expert sendibílar.