*

Bílar 29. september 2012

Bílasýningin í París er hafin

Blaðamenn fengu að líta á drossíurnar í gær og í fyrradag. Forseti Frakklands mætti á svæðið.

Bílasýningin í París hófst í morgun og stendur til 14 október. Sýningin hefur verið haldin frá 1898, fyrst árlega en frá 1976 hefur hún verið haldin annað hvert ár. 

Fjölmiðlar hafa í gær og fyrradag fengið að skoða sýningarsalina. Að venju eru frönsku bílaframleiðendurnir Peugeot, Citroen og Renault mjög áberandi í aðalsýningarsalnum.

Allir helstu bílaframleiðendur heims leggja nú mikla áherslu á smærri og eyðsluminni bíla, þó svo krafturinn sé til staðar. Setur það mjög mark sitt á sýninguna. Má þar nefna Renault Clio, Peugeot 208, BMW 1 línunni, Mercedes Benz A og B, Audi A3, Kia Cee´d og Carins svo einhverjir séu nefndir.

Francois Hollande forseti Frakklands heimsótti þá í dag. Mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu og erfitt var að ná myndum af forsetanum. Ljósmyndara Viðskiptablaðsins tókst að ná þessari myndi hér að neðan.

Philippe Varin forstjóri PSA Peugeot Citroen  (lengst til vinstri) ásamt Francois Hollande forseta Frakklands á bílasýningunni í gær. (VB mynd/PJ).