*

Bílar 14. apríl 2016

Bíll ársins frumsýndur

Á laugardag verður nýr Opel Astra frumsýndur hjá Bílabúð Benna.

Nýr Opel Astra verður frumsýndur hjá Bílabúð Benna á laugardaginn. Bíllinn hefur fengið fljúgandi start því hann hlaut titilinn Bíll ársins í Evrópuauk þess sem hann hlaut einnig Gullna stýrið í Þýskalandi og var valinn bíll ársins í fjölda Evrópulanda. 

Nýja Astras kemur talsvert breytt miðað við forverann. Þar má nefna útlitsbreytingar sem gert hafa bílinn rennilegri og sportlegri. Aksturseiginleikarnir eru skemmtilegir og hafa verið bættir frá fyrri gerð ásamt auknum búnaði sem gerir bílinn samkpennishæfann að öllu leyti í þessu mvinsæla stærðarflokki.

Opel Astra er í boði í nokkrum mismunandi útfærslum með bensín- og dísilvélum. Bensínvélarnar eru 1,0 og 1,4 lítra og skila 105 og 150 hestöflum. Þá er í boði 1,6 lítra dísilvél sem skilar 110 og 136 hestöflum eftir hvor gerðin er valin. Týpurnar sem í boði eru nefnast Essentia, sem er grunngerðin með 1,0 lítra bensínvélinni, Enjoy og Innovation, sem er best búin.

Stikkorð: Bílar  • Astra  • Opel