*

Bílar 16. apríl 2015

Bíll ársins í Evrópu frumsýndur

Volkswagen Passat verður frumsýndur um helgina. Hann var valinn Bíll ársins í Evrópu.

Bílaumboðið Hekla mun frumsýna Volkswagen Passat um helgina.. Þetta er áttunda kynslóð Volkswagen Passat, sem hefur verið framleiddur óslitið síðan 1973 í alls um 22 milljónum eintaka.

Volkswagen Passat hefur síðustu mánuði sópað að sér verðlaunum um allan heim, hann hefur verið verðlaunaður meðal annars fyrir hönnun, útlit, öryggi. Nú síðast var hann, eins og áður sagði, kosinn Bíll ársins í Evrópu 2015. Ný viðmið í hönnun og nýjasta tækni hafa gert Volkswagen kleift að hanna bíl sem er stærri en áður en samt 85 kílóum léttari og eyðir minna eldsneyti, í stuttu máli: betur byggður, með meiri tækni og minni eyðslu.

Nýr Passat er fáanlegur með 150 hestafla bensínvél og fjórum dísilvélum frá 120 til 240 hestöfl. Verðið er frá aðeins 3.990.000 krónum. Volkswagen Passat fæst með ýmiskonar aðstoðarkerfum eins og kerruaðstoð, 360 gráðu myndavél og stafrænu mælaborði. Volkswagen Passat verður nk. laugardag milli kl 12 og 16.

Bílablaðamaður Viðskiptablaðsins reynsluók nýjum Passat ekki alls fyrir löngu. Vakti helst athygli að lúxusinn hefur aukist mikið.