*

Bílar 20. apríl 2012

Bíllinn sem flýgur - myndband

James Bond gat kafað í Lotusnum sínum. The Transition hins vegar bæði flogið og keyrt.

Bandaríska fyrirtækið Terrafugia prófar nú nýjan bíl sem getur flogið. Býst fyrirtækið við að geta byrjað að afgreiða pantanir innan skamms.

The Transition nefnist gripurinn og er bæði flugvél og bíll. Aldrei áður hefur verið framleidd græja þar sem mætt hefur verið kröfum um umferðaröryggi og loftferðaröryggi í sama tækinu.

Margsinnis hafa bílar átt að geta fleira en bara ekið og þá aðallega í kvikmyndum. Má þar nefna Lotus Espirit sportbíl James Bond  sem breyttist í kafbáf í myndinni The Spy Who Loved Me.

Jómfrúarferðin The Transition var farin 23 mars. Hún þótti heppnast vel eins og sést á myndbandinu.

Stikkorð: The Transition