*

Menning & listir 11. febrúar 2013

Biophilia Bjarkar fékk Grammy fyrir útlitshönnun

Grammy verðlaunin voru veitt í gær og var Biophilia eftir Björk tilnefnd í tveimur flokkum og bar sigur úr býtum í öðrum þeirra.

Plata Bjarkar, Biophilia, fékk Grammy verðlaun í gær fyrir bestu útlitshönnun á plötu. Vegna þess að það var hönnunin, en ekki innihaldið, sem var verðlaunað í þessum flokki var það ekki Björk sjálf sem fékk verðlaunin, heldur hönnuðirnir. Michael Amzalag og Mathias Augstyniak hönnuðu plötuna.

Biophilia var einnig tilnefnd til verðlauna fyrir bestu plötuna í flokknum sem á ensku heitir alternative music, en þýða mætti sem „öðruvísi tónlist“. Þau verðlaun fékk hins vegar tónlistarmaðurinn Gotye fyrir plötuna Making Mirrors.

Útgáfa ársins var lagið Somebody I Used to Know með Gotye og Kimbra og plata ársins var Babel með Mumford & Sons. Lag ársins var svo We Are Young með Fun.

Stikkorð: Björk  • Biophilia  • Grammy verðlaun