*

Hitt og þetta 13. júlí 2005

Birgir Leifur vann sér inn rúmlega 300 þúsund krónur

Íslenski kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson vann sér sem samsvarar 328 þúsund krónum á Opna De Volcans áskorendamótinu sem fram fór um helgina. Hann hefur þar með þénað samtals 10.650 evrur, sem samsvarar 840 þúsund krónum, á þeim fimm mótum sem hann hefur tekið þátt í á þessu tímabili. Birgir Leifur hækkaði sig um 30 sæti með árangri helgarinnar og er því í 66. sæti stigalista áskorendamótaraðarinnar, að því er fram kemur á heimasíðu PGA Evrópumótaraðarinnar.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is