*

Veiði 5. júní 2014

Bjarni veiddi lax

Tveir laxar voru komnir á land í Norðurá í morgun þegar klukkan sló átta.

Tveir laxar voru komnir á land í Norðurá þegar klukkan sló átta í morgun. Annan laxinn veiddi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 

Í morgunfréttum RÚV kom fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefði einnig rennt fyrir lax en hann mun ekki hafa orðið var. 

Bjarni mun svo bruna til Reykjavíkur þar sem hann verður viðstaddur fund Norsk-íslenska viðskiptaráðsins.