*

Veiði 11. janúar 2014

Bjartsýn fyrir næsta sumar

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur gerir ekki ráð fyrir öðru en að veiðisumarið verði gott.

Stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) er bjartsýn fyrir næsta sumar. „Veiðin var afbragðsgóð sumarið 2013 og ekki eru nein teikn á lofti um annað en að veiðisumarið 2014 verði jafngott ef ekki betra,“ segir í ávarpi stjórnarinnar í söluskrá SVFR sem kom út fyrir skömmu.

Þar segir enn fremur að eins og flestir viti hafi framboð á veiðisvæðum minnkað talsvert milli ára. „Norðurá, Laxá í Dölum og Nesvæðið í Aðaldal eru dæmi um svæði sem eru ekki lengur á vegum félagsins. Auðvitað sjáum við eftir þessum svæðum en félagsmenn SVFR ráða för og stjórn félagsins kappkostar að bjóða upp á veiðileyfi sem almenn eftirspurn er eftir meðal félagsmanna.“