*

Ferðalög 21. apríl 2012

Bjó til gistiheimili úr Boeing 747

Búið er að innrétta gamla 747 breiðþotu sem gistiheimili í Svíþjóð.

Það er ýmislegt sem menn leggja á sig til að ná til ferðamanna. Við Arlanda flugvöll í Stokkhólmi má nú finna 25 herbergja gistiheimili, sem væri vart frásögu færandi nema að hótelið er innréttað inn í Boeing 747 breiðþotu.

Gistiheimilið kallast því einfalda nafni Jumbo Hostel. Öll herbergi eru búin flatskjá og internetaðgang, en salernis og sturtuaðstaða er sameiginleg.

Herbergin á gistiheimilinu kosta allt frá 15 þúsund krónum upp í 75 þúsund krónur.

Hér er hægt að panta gistingu á þessu sérstaka gistiheimili.

  

 

  

 

 

 

 Stikkorð: Jumbo Hostel