*

Bílar 5. ágúst 2018

Bjóða nýja þjónustu fyrir fyrirtæki

Fyrirtækjalausnir Brimborgar er ný þjónusta sem veitir fyrirtækjum víðtæka heildarlausn á bílamálum og tækjamálum sínum.

Róbert Róbertsson

Fyrirtækjalausnir Brimborgar er ný þjónusta sem veitir fyrirtækjum víðtæka heildarlausn á bílamálum og tækjamálum sínum. ,,Atvinnubílar fyrir fyrirtæki sem og einyrkja fást í miklu úrvali hjá Brimborg en Brimborg er stærst bílaumboða í atvinnubílum á Íslandi með öfluga sendibíla og rútur frá Ford sem og öfluga sendibíla frá Citroën og Peugeot. Brimborg er þvi leiðandi fyrirtæki í þjónustu við bílaflota og tækjaflota fyrirtækja," segir Benný Ósk Harðardóttir, sölustjóri fyrirtækjalausna Brimborgar.

Með henni starfar teymi sérfræðinga sem vinnur með fyrirtækjum í að hámarka árangur með lágmarkskostnaði og tryggja þannig að rétti bíllinn sé ávallt til þjónustu reiðubúinn. ,,Sérfræðingar fyrirtækjalausna Brimborgar veita fyrirtækjum persónulega þjónustu og aðstoð við að finna þá lausn sem er sérsniðin að hverju fyrirtæki fyrir sig. Fyrirtækjalausnir Brimborgar er þjónusta handa fyrirtækjum þar sem tvinnast saman allt lausnaframboð Brimborgar í atvinnubílum og atvinnutækjum ásamt úrvali fólksbíla hvort sem er til leigu eða kaups," segir Benný.