*

Ferðalög 28. júlí 2012

Bjóða upp á útivistarferðir til Grænlands

Aðaláherslan á ferðir sem spanna 4-7 daga en einnig verður í boði að dvelja í nokkrar vikur á Grænlandi.

Guðni Rúnar Gíslason

Við vorum að koma frá Suður-Grænlandi þar sem við vorum í kajaktúr og gönguferð,“ segir Torfi G. Yngvason, stjórnarformaður
Greenland Tours, sem ætlar að bjóða upp á ferðir til Grænlands næsta sumar. Torfi og samstarfsfólk hans mun halda til Austur- og Vestur-Grænlands síðar í sumar en um er að ræða könnunarferðir þar sem fyrirtækið er að safna markaðsefni, taka myndir og kynna sér aðstæður auk þess sem nokkir viðskiptavinir eru með í för.

„Ferðirnar á Suður-Grænlandi eru fyrir alla sem hafa  áhuga á útivist og eru í ágætu formi. Þú þarft ekki að vera neinn jaki. Á hinum endanum á skalanum eru svo ferðir þar sem við munum þvera Grænlandsjökul,“ segir Torfi aðspurður um hvort eingöngu sé um að ræða ferðir fyrir reynda í útivist. Hann segir aðaláhersluna verða á ferðir sem spanni 4-7 daga en einnig verði í boði að dvelja í nokkrar vikur á Grænlandi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.