*

Hitt og þetta 30. janúar 2019

Bjóða Valentínus til New York

Í tilefni af Valentínusardeginum mun WOW air bjóða þeim sem heita Valentínus eða Valentína frítt flug.

Í tilefni Valentínusardagsins sem fram fer þann 14. febrúar næstkomandi mun flugfélagið WOW air bjóða öllum þeim sem bera nafnið Valentínus eða Valentína frítt flug til New York fyrir ástvin sinn

„Íbúar New York halda Valentínusardaginn jafnan hátíðlegan, enda nóg að gera í borginni fyrir ástfangin pör, hvort sem þau kjósa að fara í rómantíska gönguferð um Central Park, kíkja á stefnumót á toppi Empire State-byggingarinnar, já eða bara skella sér á skeljarnar á Times Square," segir í tilkynningunni.

Nánar má lesa um tilboðið hér

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is