*

Heilsa 9. maí 2014

Bjór eða bræðingur?

Stundum getur það komið sér vel að velta því fyrir sér í hverju eigi að skála.

Það gera sér kannski ekki allir fulla grein fyrir því en áfengi er oft gríðarlega orkuríkt, inniheldur margar kaloríur. Sem dæmi eru samtals 750 kaloríur í kippu af litlum (330 ml) Tuborg Grøn, til samanburðar inniheldur stór Subway bræðingur (12 tommu) 540 kaloríur. Kippan slagar því upp í 18 tommu bræðing.

Í sterkum drykkjum eins og gini, vodka og rommi eru yfirleitt um 70 kaloríur í einföldum drykk. Þetta þýðir að af fólk fær sér til dæmis tvöfaldan gin í 250 ml af tonic þá eru tæplega 200 kaloríur í þeim drykk. Þrír þannig drykkir innihalda því meira en einn 12 tommu bræðing.

Stikkorð: Bjór  • Gin