*

Menning & listir 2. júní 2013

Björg: Með kalda krumlu sem kreistir magann

Ekki þessi týpa er fyrsta bók Bjargar Magnúsdóttur. Bókin kom út á dögunum hjá Forlaginu.

Lára Björg Björnsdóttir

Fyrsta bók Bjargar Magnúsdóttur kom út fyrir helgi. Hún segist sjálf vera mikill sökker fyrir ævintýrabókum og klassískum bókmenntum: „Síðan hef ég rosalega gaman að skrýtnum bókum og bara góðum sögum sem er hægt að skilgreina á allskonar máta. Uppáhalds rithöfundurinn minn er japanski meistarinn Haruki Murakami sem mér finnst einhvern veginn alltaf ná að skrifa fullkomna blöndu af skrýtnu, alvarlegu og skemmtilegu.“

En hvernig ætli Björgu líði í hlutverki rithöfundarsins? „Það er dálítið kómískt að fylgjast með sjálfum sér í þeim aðstæðum að fara á fund hjá bókaforlagi með hjartað í buxunum, kalda krumlu sem manni finnst kreista magann, reyna að muna einhverja góða Dale Carnegie heimspeki sem maður trúir engan veginn á. Það er þroskandi reynsla sem ég mæli með enda er alltaf gott að hunskast út fyrir þægindarammann. Ég hef mjög lengi ætlað að skrifa bók. Og það er snilld að það sé að gerast.“

Nánar er talað við Björgu Magnúsdóttur í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.