*

Menning & listir 13. júlí 2020

Björk bætir við tónleikum í Hörpu

Það seldist upp á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu í ágúst og því hefur fjórðu tónleikunum verið bætt við þann 29. ágúst.

Björk mun halda ferna eftirmiðdagstónleika í Eldborgarsal Hörpu í ágúst í samstarfi við Iceland Airwaves. Tónleikarnir hafa allir sína sérstöðu og ólíka dagskrá. 

Á þessum viðburðum munu koma fram með Björk um það bil 100 íslenskir tónlistarmenn. Þetta er hátíð þar sem Björk heldur upp á samstarf sitt við tónlistarfólk frá Íslandi, sem starfað hefur með henni í hljóðverum og á tónleikum út um allan heim. Einnig er verið að halda upp á að Ísland sé opið á ný eftir COVID-19 faraldurinn.

Miðar fyrir tónleikana sem fara fram 9., 15. og 23. ágúst seldust upp á einni viku og því var ákveðið að bæta við fjórðu tónleikunum þann 29. ágúst. Á þessum tónleikum kemur Björk fram ásamt 15 manna strengjasveit frá Sinfóníuhljómsveit Íslands og flytja þau lög meðal annars lög af plötunum Homogenic og Vulnicura.

Póstlistaforsala fer fram á fimmtudaginn kl. 12 og almenn sala hefst á föstudaginn kl. 12 á harpa.is/bjork. Athugið að ekki er hægt að bæta við fleiri tónleikum. 

Sunnudagur 9. ágúst kl. 17:00
Björk og Hamrahlíðarkórinn
Stjórnandi - Þorgerður Ingólfsdóttir
Bergur Þórisson - Orgel
Lög af plötunum Medulla, Biophilia og Utopia

Laugardagur 15. ágúst kl. 17:00
Björk og strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Stjórnandi - Bjarni Frímann Bjarnason
Lög af plötunum Post, Vesperatine og Dancer in the Dark

Sunnudagur 23. áugust kl. 17:00
Björkog blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Flautuseptetinn Viibra
Harpa - Katie Buckley
Píanó - Jónas Sen
Lög af plötunum Vesperatine, Volta og Utopia

Laugardagur 29. ágúst kl. 17:00
Björk og 15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands
Lög af plötunum Homogeenic og Vulnicura

Stikkorð: Harpa  • Björk  • Sinfóníusveit Íslands