*

Menning & listir 1. maí 2012

Björk fær Webby-verðlaun sem listamaður ársins

Meðal annarra verðlaunahafa verða þau Juliette Lewis, Graydon Sheppard og Louis C.K.

Á næstu Webby-verðlaunahátíðinni, sem fram fer þann 21. maí næstkomandi, mun Björk hljóta verðlaun sem listamaður ársins. Verðlaunin eru veitt árlega af Alþjóðlegri akademíu stafrænna lista og vísinda.

Í dag var greint frá því hverjir myndu hljóta verðlaunin í ár, en meðal þeirra eru Juliette Lewis og Graydon Sheppard verðlaun fyrir grínþættina The Shit Girls Say. Þá verður uppistandarinn Louis C. K. verðlaunaður sem maður ársins og Instagram snjallsímaforritið verður valið mest útbreidda tækninýjungin á árinu (e. Breakout of the Year).

Stikkorð: Björk  • Webby-verðlaun