*

Menning & listir 23. janúar 2020

Björn skrifað 1,4 milljónir orða

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og frumherji í netskrifum hér á landi heldur nú upp á 25 ára afmæli vefsíðunnar bjorn.is.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra dóms- og menntamála, heldur nú upp á 25 ára afmæli heimasíðu sinnar bjorn.is. Hann hóf að skrifa á hana 23. janúar 1995 og var því meðal frumherja í netskrifum hér á landi. 

Björn segir frá því að hann hafi alls skrifað 1,4 milljónir orða á síðuna í gengum árin. Það samsvarar um það bil 150 orðum á dag í 25 ár. Björn hefur skrifað færslur á síðuna svo gott sem daglega mestan þann tíma sem síðan hefur verið í loftinu.

Björn segir frá því að Gunnar Grímsson hjá Miðheimum hafi sett síðuna upp fyrir hann um miðjan janúar 1995 og hún hafi verið hálfger leynisíða fram í febrúar þegar fjölmiðlum var gert viðvart um síðuna. Fyrsta opinbera færslan birtist svo 19. febrúar 1995.