*

Hitt og þetta 29. september 2012

Björn Zoëga berst og djöflast undir körfunni

Forstjóri Landspítalans spilar körfubolta af kappi með Val. Árangurinn af spiluninni hefur verið misjafn.

,,Venjulega fer ég í hádeginu í Valsheimilið í ræktina, en aðalhreyfingin mín er körfubolti,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. „Ég er í svokölluðu B-deildar liði Vals í körfubolta og keppi með því. Liðið spilaði fyrst árið 2005, ef ég man rétt, og unnum við deildina 2007. Má segja að það sé hápunkturinn hjá okkur, hingað til að minnsta kosti. Síðan þá hefur árangurinn verið ágætur, en misjafn.“

Staða Björns í liðinu er framherji og segir hann sitt hlutverk vera að berjast og djöflast undir körfunni.

Stikkorð: Björn Zoëga