*

Tíska og hönnun 26. mars 2013

Björt íbúð úr marmara í Torontó

Mjög björt og falleg íbúð er til sölu á besta stað í Torontó í Kanada.

Á besta stað í Torontó er óvenjulega björt og falleg íbúð til sölu. Hún snýr í suður- og vesturátt og er á efstu hæð. Nánari upplýsingar um íbúðina má finna hér

Útsýnið er vægast sagt stórkostlegt en gluggar ná frá gólfi og upp í loft í nánast öllum herbergjum. Marmari er á gólfum og íbúðin er öll hin bjartasta. Megin markmiðið með hönnuninni er flæði, birta, hlýleiki og útsýni í allar áttir.

Aðstaðan í fjölbýlishúsinu er mjög vönduð en þar er aðgangur að líkamsrækt, sundlaug, fundarsölum, skrifstofum og húsverði allan sólarhringinn. Fyrir ykkur sem eruð að leita að húsnæði í miðbæ Torontó og viljið að auki hafa útsýni yfir hálfa Kanada þá er þetta íbúðin fyrir ykkur. 

Íbúðin kostar 3,9 milljónir dali eða 481 milljón króna og er 335 fermetrar. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Toronto  • Marmari
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is