*

Hitt og þetta 10. desember 2013

Bláa lónið á topp 25 lista Facebook yfir vinsæla staði

Þegar fólk kemur á nýja staði er algengt að skrá sig inn á samfélagsmiðilinn Facebook.

Bláa lónið er einn af 25 algengustu stöðunum sem fólk hefur skráð sig inn á Facebook á árinu 2013. Þetta kemur fram á The Telegraph í dag. 

Facebook hefur gefið út lista yfir þá 25 algengustu staðina sem fólk skráir sig inn á Facebook. Disneyland í Kaliforníu er algengasti staðurinn í Bandaríkjunum, Disneyland í París er algengastur í Frakklandi og Disneyland í Tókýó í Japan. Aðrir staðir sem komast á listann eru Markúsartorgið í Feneyjum, Marína Bay Sands í Singapúr, Ramblan í Barcelona og Sharm el-Sheikh í Egyptalandi.

Hér má sjá listann í heild sinni:

 • Argentína: Puerto Madero, Buenos Aires
 • Ástralía: Melbourne Cricket Ground (MCG), Melbourne, Victoria
 • Brasilía: Parque Ibirapuera, São Paulo
 • Kanada: Rogers Arena, Vancouver, British Columbia
 • Egyptaland: Sharm el-Sheikh, South Sinai Governorate, Egyptaland
 • Frakkland: Disneyland Paris, Marne La Vallée 
 • Þýskaland: Reeperbahn, Hamburg 
 • Hong Kong: Hong Kong Disneyland 
 • Ísland: Bláa lónið 
 • Indland: Harmandir Sahib (The Golden Temple), Amritsar 
 • Ítalía: Markúsartorgið, Feneyjar 
 • Japan: Tókýó Disneyland, Tókýó 
 • Mexíkó: Auditorio Nacional, Mexíkóborg 
 • Nígería: Ikeja City Mall, Ikeja, Lagos, Nígería 
 • Pólland: Temat Rzeka, Varsjá
 • Rússland: Gorky Park of Culture and Leisure 
 • Singapúr: Marina Bay Sands 
 • Suður-Afríka: Victoria & Alfred Waterfront 
 • Suður-Kórea: Myungdong Street, Seúl
 • Spánn: Ramblan, Barcelona, Katelónía 
 • Svíþjóð: Friends Arena, Solna 
 • Tævan: Tainan Flower Night Market, Tainanborg 
 • Tyrkland: Taksim Square, Istanbúl 
 •  Bretland: The 02, London 
 •  Bandaríkin: Disneyland, Anaheim, Kalifornía
Stikkorð: Facebook  • Bláa Lónið