*

Tíska og hönnun 21. júní 2013

Bleik höll í San Francisco

Fyrir þau sem vilja búa í fallegu bleiku húsi í San Francisco með útsýni í allar áttir er svarið hér.

Fallegt hús í evrópskum stíl er til sölu í San Francisco. Húsið hefur allt það sem fólk getur hugsað sér ef það vill hafa það flott í borginni. Það stendur í halla, útsýni er yfir Golden Gate brúna og yfir Alcatrazeyjuna. Á fyrstu hæðinni er fallegur móttökusalur, stofur, borðstofur, morgunverðarherbergi og stórt eldhús.

Fallegur stigi er upp á efri hæðirnar en þar eru falleg svefnherbergi og baðherbergi.

Húsið stendur í Pacific Heights og er allt hið vandaðasta og skartar steindum gluggum, rósettum í loftum og mjög miklum elegans. Húsið kostar 1,7 milljarð króna en nánari upplýsingar má finna hér.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • San Francisco