*

Tíska og hönnun 29. september 2017

Bleika slaufan afhjúpuð í dag

Félag íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagið eru nú í sjötta árið í röð í samstarfi um samkeppni um hönnun bleiku slaufunnar.

Kolbrún P. Helgadóttir

Samkeppnin hefur leitt til þess að slaufan hefur verið mjög fjölbreytt og hefur skapast hefur mikil spenningur fyrir afhúpun hennar ár hvert. Margir eru margir farnir að safna slaufunum enda ansi ólíkar en allar til styrktar góðu málefni.

Í ár varð tillaga Ásu Gunnlaugsdóttur hjá asa iceland hlutskörpust í samkeppninni. Auk nælunnar sem við tengjum öll við átak Bleiku slaufannar og verður seld um allt land verður hönnun Ásu einnig fáanleg í takmörkuðu upplagi sem silfur hálsmen.  Slaufan verður afhjúpuð í dag föstudaginn 29. september.

,,Mér finnst það mikill heiður að hafa verið valin til að hanna Bleiku slaufuna í ár. Þetta er búið að vera skemmtilegt og lærdómsríkt verkefni. Eftir þó nokkra fundi í Skógarhlíðinni veit maður svo miklu meira um það góða starf sem Krabbameinsfélagið heldur úti. Það er virkilega gott að geta lagt eitthvað að mörkum til að efla það frábæra starf sem unnið er hjá Krabbameinsfélaginu. Öllu söfnunarfé Bleiku slaufunnar í ár verður varið óskertu til Ráðgjafarþjónustunnar sem Krabbameinsfélagið heldur úti um allt land. Stuðningur og ráðgjöf eru gríðarlega miklivæg fyrir þá sem greinast með krabbamein en ekki síður fyrir aðstandur,” segir Ása.