
Veiðiþjónustufyrirtækið Lax-á hefur undanfarin ár boðið upp á skot- og stangveiðiferðir til Grænlands og í sumar verða teknar í notkun nýjar veiðibúðir á Suður-Grænlandi, sem eiga að gera veiðimönnum ferðirnar ennþá þægilegri og skemmtilegri. Harpa Hlín Þórðardóttir, sölustjóri Lax-á, segir að hingað til hafi fyrirtækið leigt gistiheimili og kofa fyrir veiðimennina, en nú sé að verða breyting þar á.
„Þetta er risakampur úti í miðjum óbyggðunum, sem samanstendur af tólf gistihúsum og svo er eitt stórt sameiginlegt rými þar sem fólk hittist, eldar og borðar saman. Á staðnum er dísilrafstöð, rennandi vatn og sturtur. Þetta er ekki lúxushótel, heldur er hugmyndin sú að búa til veiðistemningu, ekki ólíka þeirri sem er í safaríveiðum í Afríku.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.