*

Hleð spilara...
Bílar 4. maí 2013

BMW frumsýndi M útgáfu af sexunni

Þrátt fyrir að sjöan sé flaggskip BMW er sexan dýrari.

BMW frumsýndi í New York á dögunum M útgáfu af BMW 6 Gran Coupe. Bíllinn sem er í sama stærðarflokki og Mercedes Benz CLS og Audi A7 er einn dýrasti bíllinn frá Bæjarlandi.

Flaggskipið frá BMW, sjöan, hefur ekki enn komið í M útgáfu þó líkur á því hafi aukist eins og VB Bílar greindu frá í fyrra. M6 bíllinn er dýrari en sjöan.

Aldrei hefur öflugri vél verið sett í M útgáfuna og eins og 6 Gran Coupe. Er hún V8 með tvöfaldri túrbínu sem skilar 560 hestöflum. Bílinn er aðeins 4,1 í hundraðið og hún er læst í 250 km hámarkshraða.

Stikkorð: BMW