*

Bílar 10. júní 2015

BMW frumsýnir flaggskipið 7

Sjöan hefur verið framleidd frá árinu 1977.

Þýski bílaframleiðandinn BMW frumsýndi í kvöld nýja kynslóð af 7 línunni.

Nýi bíllinn er glæsilegur og þótt hann sé mikið breyttur er augljóst að hann er afsprengi eldri kynslóðar. Bíllinn er væntanlegur í búðir í október.

Bíllinn mun hafa alla þá tækni sem BMW hefur upp á bjóða. Hann er allt að því 130 kílóum léttari en forverinn og verður boðinn í plug-in-hybrid útgáfu, bíl með tvinnvél sem hægt verður að hlaða.

Öflugasta útgáfan af bílnum verður búin V8 vél en hestaflafjöldinn hefur ekki verið gefinn upp.

Sjötta kynslóðin af 7 línunni

BMW setti sjöuna fyrst á markað árið 1977. Fimmta kynslóðin leit dagsins ljós árið 2009. Meðal þeirra sem hafa ekið um á sjöunni má nefna þýska rannsóknarlögrelgumanninn Derrick, Madonnu og Geir Haarde, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Davíð Oddsson og Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Viðskiptablaðið reynsluók nýlega fimmtu kynslóðinni af bílnum.

Hér má sjá myndband úr smiðju BMW af nýja bílnum.

Stikkorð: BMW  • 7