*

Bílar 17. september 2018

BMW á góðri siglingu

Þýski lúxusbílaframleiðandinn BMW hefur selt alls 1,37 milljónir bíla á heimsvísu á árinu og sækir á Mercedes-Benz.

BMW er á góðri siglingu um þessar mundir en þýski lúxusbílaframleiðandinn í Munchen hefur selt alls 1.365.000 bíla á árinu á heimsvísu og er í öðru sætinu yfir mest seldu lúxusbílanna.

BMW sækir á Mercedes-Benz sem er enn í efsta sæti yfir mest seldu lúxusbílanna. Mercedes-Benz hefur selt alls 1.512.000 bíla á fyrstu 8 mánuðum ársins á heismvísu. Audi er svo í þriðja sætinu með 1.270.000 selda bíla. BMW stóð sig best í ágústmánuði af þremur þýsku lúxusbílamerkjunum og jókst salan þá hjá framleiðandanum um 3,2% meðan salan dalaði eilítið hjá hinum tveimur. BMW seldi alls 23.789 bíla í ágúst, Audi seldi 20.907 bíla og Mercedes-Benz seldi 20.339 bíla í ágúst á heimsvísu. 

Athygli vekur þó að japanski lúxusbílaframleiðandinn Lexus stóð sig enn betur en þýsku lúxusbílamerkin í ágúst og seldi um 28.622 bíla og skaut þeim þýsku ref fyrir rass í mánuðinum. Þýsku lúxusbílamerkin þrjú hafa þó öll selt fleiri bíla en Lexus yfir fyrstu 8 mánuði ársins. 

Hjá BMW hefur sala rafbíla aukist mest á árinu eða um rúm 62%. Alls hefur BMW selt 82.977 rafbíla það sem af er árinu en það er rúmlega 43 aukning frá sama tíma í fyrra. Mercedes-Benz er hins vegar tilbúnið í rafbílaslag lúxusmerkjanna eftir að hafa kynnt hinn spenanndi rafbíl EQC á dögunum.

Stikkorð: BMW