*

Hleð spilara...
Bílar 29. ágúst 2012

BMW hélt upp á 40 árin hjá M með kappakstri

Fjörutíu ár eru síðan þýski bílaframleiðandinn stofnaði sérstaka kappaksturdeild.

Bæverski bílaframleiðandinn BMW stofnaði dótturfélagið Motorsport árið 1972 og heldur því upp á 40 ára afmæli M. Tók það yfir þróun og framleiðslu á kappakstursbílum fyrirtækisins, en BMW hafði tekið þátt í kappakstursmótum með ágætum árangri í þrjá áratugi.

Í stað þess að framleiða eingöngu bíla í kappakstur hóf deildin að breyta venjulegum götubílum í ofurbíla. Fyrsti bíllinn, BMW M525i, kom á markað árið 1979.

Í dag er M línan ákaflega vinsæl meðal efnameira fólks sem ekki er þó endilega á leið í kappakstur. 

Síðastliðinn föstudag hélt BMW upp á afmælið með kappakstri á  Nurburgring milli eldri og nýrri M bíla. Margar gamlar kempur létu sjá sig eins og sjá má í myndbrotinu hér að ofan.

Götubílar í 33 ár - myndir

Fyrsti "venjulegi" bílinn frá BMW M, M535i, kom á götuna árið 1979. M5 línan hefur frá upphafi verið einna vinsælust.

M635CSi svipaði mjög til 7 línunnar. BMW hefur ekki framleitt M útgáfu af 7 unni enn, en það gæti breyst fyrr en seinna.

Hér má sjá nýjústu útgáfuna af M5, árgerð 2013.

Hér er svo árgerð 2013 af M6. 

Svipmyndir frá M kappakstrinum

Nýrri og eldri M bílar röðuðu sér upp á ráspólnum á föstudag.

BMW M1 var fyrsti kappakstursbíll Motorsport deildar BMW sem var byggður frá grunni.  Ekki varð af samstarfi við Lamborghini við smiðina vegna fjárhagsörðugleika ítalska bílaframleiðandans. Hér sést einn slíkur í keppninni á föstudag.

BMW Neu Class bílarnir voru undanfari þristsins.

BMW M3 í lok kappakstursins.

Stikkorð: BMW M