*

Bílar 30. júlí 2013

BMW i3 kynntur með pomp og pragt

Búist er við að sala á BMW i3 hefjist í nóvember. BMW áætlar að selja 30.000 i3 bíla frá og með árinu 2014.

Róbert Róbertsson

BMW i3 rafmagnsbíllinn var kynntur í dag samtímis í þremur heimsborgum, London, New York og Bejing og var eins og gefur rafmagnað andrúmsloft enda margir búnir að bíða með talsverði óþreyju eftir að líta bílinn augum. Bíllinn þykir mjög líkur hugmyndabílnum sem BMW kynnti á bílasýningu í Frankfurt árið 2011.

Mótorinn í i3 er 170 hestafla rafmagnsmótor og á bíllinn að geta keyrt allt að 160 kílómetra á einni hleðslu. Hægt verður að fá aukalega tveggja strokka vél sem eykur drægnina og verður hún þá 290 kílómetrar. Velji ökumaður hins vegar Eco stillingu kemst hann að meðaltali tæpum 20 km lengra á hleðslunni og 40 km lengra velji hann Eco + stillingu. Einnig verður hann fáanlegur með 650 rsm, tveggja strokka bensínmótor sem hannaður er fyrir BMW mótorhjól en með honum eykst ökudrægið enn frekar.

Búist er við að sala hefjist í nóvember. BMW áætlar að selja 30.000 i3 bíla frá og með árinu 2014. BMW i3 verður fyrsti fjöldaframleiddi bíllinn á markaðinum sem framleiddur er með farangursrými úr koltrefjastyrktu plasti á álundirvagni.

Stikkorð: BMW  • BMW i3