*

Bílar 23. mars 2014

BMW I8 uppseldur

Ársframleiðsla i8 er aðeins 1.900 bílar í ár, eins og áður segir og allir uppseldir.

BMW i8 hefur heldur betur slegið í gegn og hafa allir bílarnir sem framleiddir eru á þessu ári, alls 1.900 eintök, selst upp. BMW i8 er sannkallaður tímamótabíll.

Þessi flotti bíll frá þýska lúxusbílaframleiðandanumer með 96 kílóvatta rafmótor og 231 hestafla brunavél sem er aðeins þriggja strokka og styðst við forþjöppu. Bíllinn eyðir aðeins 2,1 lítra á hundraðið þrátt fyrir að skila 362 hestöflum. Hann er aðeins 4,4 sekúndur í hundraðið. Allar þessar tölur eru með hreinum ólíkindum og að auki mengar hann aðeins 49g/km. Hámarkshraði hans er takmarkaður við 250 km/klst. BMW i8 er fyrsti framleiðslubíll í heimi sem er með laserljósum, en aðalljós bílsins eru með lasertækni. Þau lýsa eina 600 metra en eru samt 30% sparsamari á orku en LED ljós.

Þrátt fyrir að BMW i8 sé nokkuð stór bíll vegur hann aðeins tæp 1,5 tonn. BMW i8 kostar 19,8 milljónir króna í heimalandinu Þýskalandi. Ársframleiðsla i8 er aðeins 1.900 bílar í ár, eins og áður segir og allir uppseldir, og 5.000 bílar á næsta ári.

Fréttin birtist upphaflega í sérblaðinu Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu á fimmtudaginn. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.