*

Hleð spilara...
Bílar 30. desember 2012

BMW frumsýnir fjarka í Detroit

Bíllinn tekur við að sportútgáfunni af þristinum. BMW hefur lítið gefið upp um búnað bílsins.

BMW frumsýnir nýja sportútgáfu af þristinum á bílasýningunni í Detroit um miðjan janúar. Í fyrsta sinn kallast tveggja hurða Coupe/blæjuútgáfan 4 í stað 3.

Þýski bílaframleiðandinn hefur lítið gefið upp um búnaðinn í bílnum annað en að sömu vélar verði í boði í fjarkanum og þristinum.

Af myndum að dæma er bíllinn talsvert lengri og breiðari en eldri gerðin. Búast má við að ágætlega búinn bíll með sæmilega kraftmikilli vél kosti í kringum 12 milljónir kominn til Íslands.

Stikkorð: BMW  • BMW 4