*

Bílar 3. apríl 2012

BMW kynnir framtíðarsportbíl

Bílinn er byggður á i8 tilraunabílnum sem var frumsýndur í Frankfurt í fyrra.

Þróunardeild BMW hefur verið dugleg undanfarið við að kynna nýjar gerðir af tilraunabílum. Á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra kynnti þýski bílaframleiðandinn fjögurra dyra tilraunabíl (concept car) sem nefnis i8 Concept.

Um síðustu helgi sýndi BMW nýjan sportbíl sem er byggður á grunni i8 bílsins og er hann kallaður i8 Concept Spyder.

Bíllinn er búinn eDrive kerfinu og gengur því bíllinn bæði fyrir rafmagni og eldsneyti. Ytri skel bílsins er aðallega úr áli og farþegarýmið er úr plastefnum (carbon-fibre-reinforced plastic).

Ólíklegt er að i8 Spyder verði framleiddur í núverandi mynd en víst er að bíllinn er mikilvægur hlekkur í þróun eyðsluminni sportbíla hjá BMW.

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: BMW  • BMW i8 Spyder