*

Bílar 9. apríl 2014

BMW M4 blæjubíll

Margir íhlutir í nýja sportbílnum frá BMW eru úr áli. Það léttir bílinn umtalsvert.

Nýr BMW M4 blæjubíll verður frumsýndur á bílasýningunni í New York sem hefst 18. apríl. Bíllinn, sem er blæjubíll, mun væntanlega fá mikla athygli enda flottur og sportlegur eins og búast má við frá lúxusbílaframleiðandanum í Bæjaralandi.

M4 verður með þriggja lítra og 425 hestafla sex strokka vél með tvöfaldri forþjöppu. Hægt er að velja á milli tveggja gírkassa, sex hraða handskipts gírkassa og sjö hraða kassa með tvöfaldri kúplingu. Aksturseiginleikarnir verða án ef mjög sportlegir ef maður þekkir bílaframleiðandann rétt.

M4 verður aðeins 4,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið með handskipta gírkassanum en 4,2 sekúndum á hinum tvíkúplaða. BMW segist nota talsvert af léttum íhlutum í bílinn til að ná að létta hann sem mest. Framstuðarinn og vélarhlíf eru úr áli og drifskaftið úr koltrefjastyrktu plastefni.

Stikkorð: BMW  • BMW M4